Framdi sjálfsvíg í tígrisdýrabúri

Dýragarðurinn í Næstved í Danmörku verður lokaður út vikuna vegna sjálfsvígs, sem þar var framið aðfaranótt mánudags. Fyrrum starfsmaður dýragarðsins læsti sig þá inni í búri Bengaltígrisdýranna og kveikti í hálmi í búrinu. Síðan opnaði hann lúgur og hleypti dýrunum að sér.

Fram kemur á fréttavef Berlingske Tidende, að maðurinn lést af reykeitrun og tígrisdýrin rifu síðan lík hans í sig.

Svo virðist sem maðurinn, sem þjáðist af geðrænum sjúkdómi, hafi stolið lyklum að tígrisdýrabúrninu á skrifstofu forstjórans. 

Starfsmönnum dýragarðsins verður boðin áfallahjálp í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert