Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn

Útsýni úr Sívalaturninum við Kaupmangaragötu.
Útsýni úr Sívalaturninum við Kaupmangaragötu. mbl.is/Ómar

Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg ráðstefna um loftslagsmál. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.„Við höfum haft rosalega mikið að gera. Stjórnmálamenn hafa jú þörf fyrir að slappa ef eftir langan dag,” segir vændiskonan 'Miss Dina'.Samkvæmt könnun sem fréttablaðið 3F hefur gert meðal fylgdar- og vændiskvenna kefur verið óvenjumikið að gera undanfarna daga.„Þegar margir karlar eru samankomnir á einum stað þýðir það aukningu í eftirsókn eftir vændiskonum. Þar að auki höfum við stjórn sem ekki vill leggja bann við verslum með kynlíf. Þannig bjóðum við í raun gestunum upp á vændi,” segir Dorit Otzen, talsmaður samtakanna Reden International.Danski stjórnmálamaðurinn Emilie Turunen vill að settar verði reglur um framkomu ráðstefnugesta á alþjóðlegum ráðstefnum. „Bæði Danmörk og Evrópusambandið ættu að setja reglur um framkomu í tengslum við slíkar ráðstefnur. Það er ekki hægt að réttlæta það að stjórnmálamenn og embættismenn kaupi kynlíf af konum þegar þeir eru á alþjóðlegum ráðstefnum,” segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert