Aukin andstaða við ESB í Bretlandi

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. AP

Andstaðan við aðild Bretlands að Evrópusambandinu hefur aukist á síðustu 25 árum, ef marka má nýja skoðanakönnun fyrir vikublaðið Economist.

Könnunin bendir til þess að hlutfall þeirra, sem telja ESB-aðild Bretlands „af hinu góða“, hafi lækkað úr 43% í 31% frá árinu 1995. Hlutfall þeirra, sem telja aðildina „slæma“, hefur hækkað úr 30% í 37% á sama tíma.

Andstaðan við aukinn samruna ESB-ríkja er einnig meiri núna þegar aðildarlöndunum hefur fjölgað í 27. Einn af hverjum fimm styður aukin samruna núna en einn af hverjum þremur fyrir 25 árum.

Hlutfall þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu hefur hækkað úr 12% í 21% frá árinu 1995, ef marka má könnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert