Kreppan grefur undan mannréttindum

Fjármálakreppunni mótmælt í Berlin í Þýskalandi
Fjármálakreppunni mótmælt í Berlin í Þýskalandi Reuters

Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því í nýrri ársskýrslu sinni að heimskreppan og sú áhersla sem lögð hafi verið á endurreisn efnahagskerfis heimsins hafi beint athygli manna frá mannréttindamálum og þannig stuðlað að auknu umburðarlyndi gagnvart mannréttindabrotum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fram kemur í skýrslunni að hækkanir á matvælaverði hafi gert milljónum manna, sérstaklega í Afríku, erfiða um vik að brauðfæða sig og sína og að þvinganir hafi átt sér stað til að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir vegna þessa.

Þá segir að hækkanir á matvælaverði hafi komið sérstaklega illa niður á fólki í Austur-Kongó, Norður-Kóreu, á Gasasvæðinu og í Darfur-héraði í Súdan. Einnig hafi kreppan komið illa niður á farandverkafólki í Kína og indíánum í Rómönsku-Ameríku.

„Efnahagskreppan í heiminum er eldfimt mannréttindavandamál. Blanda félagslegra, efnahagslegra og stjórnmálalegra þátta hefur skapað tímasprengju mannréttindabrota,” segir Irene Khan, framkvæmdastjóri samtakanna.

 „Efnahagsbatinn mun hvorki verða varanlegur né sanngjarn taki yfirvöld ekki á brotum sem dýpka og viðhalda fátækt, og hernaðarátökum sem stuðla að nýjum brotum."

Frá Darfur í Súdan.
Frá Darfur í Súdan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert