Tapaði 6 milljónum þrátt fyrir „minni en litla“ áhættu

Fleiri en Íslendingar telja sig hafa fengið slæma ráðgjöf frá bankanum sínum. Norsk kona, 73 ára að aldri, segir frá því í dagblaðinu Aftenposten í dag að hún tapaði 312.000 krónum - andvirði rúmlega 6 milljóna íslenskra króna - eftir að hafa fært innstæðu á bankabók sinni til Nordea bankans. Hún segist hafa viljað stofna hefðbundinn reikning en bankinn fékk hana til að ávaxtga féð í sjóðum þar sem áhættan var „minni en lítil“. Engu að síður gufaði sparifé konunnar upp. 

Konan vildi ekki koma fram undir nafni en sýndi blaðamönnum Aftenposten pappíra máli sínu til sönnunar.

Það var í september 2007 sem hún fór í Røa-útibú Nordea í Ósló. Hún segist hafa viljað stofna venjulegan reikning en verið tjáð að hún yrði að ræða við „sparnaðarsérfræðing“ frá höfuðstöðvunum daginn eftir.

Sérfræðingurinn velti upp mörgum hugmyndum um það hvað konan gæti gert við peningana sína. „Hann talaði mikið um hve heimskulegt væri að geyma peningana á reikningi. Ég var mjög vantrúuð á þetta og sagðist ekki vilja taka neina hættu. Heldurðu að ég vilji skaða orðspor mitt og Nordea með því að selja vonda vöru?, sagði hann og þá var það sem ég skrifaði undir.“

Konan samþykkti að bankinn ávaxtaði fyrir hana eina milljón norskra króna, tæpar 20 milljónir íslenskar, með fyrrgreindum hætti í sjóðum þar sem áhættan var „minni en lítil“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert