G8 efla baráttu gegn barnaklámi

Börn frá fátækari löndum eiga sérstaklega á hættu að verða …
Börn frá fátækari löndum eiga sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb barnakláms. ARKO DATTA

Innanríkis- og dómsmálaráðherra G8 ríkjanna kölluðu í dag eftir harðari aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum.  Þriggja daga fundi ríkjanna 8 í nágrenni Rómlauk í dag með yfirlýsingu um að ríkin fordæmdu allar gerðir misnotkunar og um að kynferðisglæpamenn sem seldu börn mansali og byðu barnaklám á netinu yrðu sóttir til saka.

Í yfirlýsingunni er einnig hvatt til þess að nýjum og róttækari aðferðum en áður verði beitt, s.s.  að settur yrði saman alþjóðlegur „svartur listi“ með vefsíðum sem tengdust barnaklámi og lokað yrði fyrir umferð um allar slíkar síður.

„Fyrir utan að vera viðbjóðslegur glæpur þá er kynferðismisnotkun á börnum gróft brot á grundvallarmannréttindum segir í yfirlýsingu ríkjanna 8, Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og Rússlandi. Lögð var áherslu á samvinnu á milli landamæra, m.a. með nánu samstarfi við leynilegar rannsóknir og aðrar aðgerðir.

„Stöðugar framfarir í tækninni gefa okkur aukin tækifæri til að bæta alþjóðlegt samstarf í þessum efnum, sérstaklega hvað varðar reglugerðir og ýmsar beinar aðgerðir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert