Dönsk kona um borð í vélinni

Ættingjar og vinir farþega í frönsku flugvélinni bíða frétta á ...
Ættingjar og vinir farþega í frönsku flugvélinni bíða frétta á Charles de Gaulle flugvelli í París. Reuters

Talið er að dönsk kona hafi verið um borð í flugvélinni, sem hvarf yfir Atlantshafi í morgun. Að sögn fréttavefjar Berlingske Tidende hefur utanríkisráðuneytið danska þó ekki staðfest þessar fréttir. 228 manns voru í vélinni, sem var á leið frá Brasilíu til Frakklands.

Óttast er að flugvélin hafi hrapað í hafið eftir að hafa orðið fyrir vélarbilun. Að sögn talsmanna flugfélagsins eru líkur leiddar að því, að eldingu hafi lostið niður í vélina og rafkerfið hafi bilað.

Farþegar vélarinnar voru aðallega frá Brasilíu en auk þess er talið að um 40 Frakkar, 30 Þjóðverjar, 5 Ítalir og einn Dani hafi verið um borð. Þá telja bresk yfirvöld líklegt að einhverjir Bretar hafi verið þar líka.

Brasilíski flugherinn sendi flugvélar af stað til leitar í morgun. Þá fór frönsk herflugvél, sem er með bækistöðvar í Senegal, út yfir Atlantshaf til að taka þátt í leitinni. Um er að ræða flugvél af gerðinni Breguet Atlantique, sem hefur mikið flugþol.

Hafi farþegaflugvélin farist með öllum um borð er þetta mesta flugslys, sem orðið hefur í sögu Air France frá árinu 2000 þegar Concorde flugvél félagsins brotlenti nálægt Charles de Gaulle flugvellinum en þá fórust 113 manns.  Hlutabréf félagsins lækkuðu í verði í kauphöllinni í París í morgun í kjölfar fréttanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...