Brakið án efa úr týndu vélinni

Airbus A330-200 sömu gerðar og vélin sem saknað er.
Airbus A330-200 sömu gerðar og vélin sem saknað er. Reuters

Brasilískur ráðherra sagði í kvöld, að ekki leiki nokkur vafi á því að það brak sem sést hefur úr leitarflugvélum sé úr Air France farþegaþotunni sem talið er að hafi hrapað í Atlantshafið.

AFP hefur þetta eftir Nelson Jobim, varnarmálaráðherra Brasilíu. Talið er að 228 manns hafi farist með farþegaþotunni, þar af íslenskur ríkisborgari, Helge Gustafsson, sem búið hefur lengi í Noregi og Brasilíu. Hann var á leið frá Brasilíu til Angola þar sem hann átti að stýra verkefnum fyrir verkfræðifyrirtæki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert