Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sem hér ræðir við flokksmenn Verkamannaflokksins, …
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sem hér ræðir við flokksmenn Verkamannaflokksins, á í miklum erfiðleikum. Reuters

Breski Verkamannaflokkurinn, stjórnarflokkur Bretlands, beið afhroð í kosningum til Evrópuþingsins, sem fóru fram í síðustu viku samkvæmt kosningaspá BBC. Flokkurinn var í þriðja sæti í kosningunum með 16% atkvæða, á eftir Íhaldsflokknum, sem fékk 27% og Sjálfstæðisflokknum, sem fékk 17%.

Sjálfstæðisflokkurinn breski vill að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. 

Kosið var til Evrópuþingsins í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins og hefur kjörsókn í þessum kosningum aldrei verið minni eða rúm 43%. Sveifla hefur orðið til hægri í kosningunum og einnig hafa öfgaflokkar náð fótfestu, svo sem í Hollandi. Í Svíþjóð fékk Sjóræningjaflokkurinn, sem m.a. berst fyrir breytingum á lögum um höfundarrétt á netinu,   menn kjörna á Evrópuþingið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert