Dalai Lama heiðraður í París

Dalai Lama var brosmildur að vanda þegar hann var gerður …
Dalai Lama var brosmildur að vanda þegar hann var gerður að heiðursborgara Parísar. Með honum á myndinni er borgarstjórinn Bertrand Delanoe. Reuters

Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, var í dag gerður að heiðursborgara Parísar, þrátt fyrir hörð mótmæli Kínverja. „Ég tek á móti þessari viðurkenningu sem manneskja sem ver mannleg gildi, frið og berst gegn ofbeldi,“ sagði Dalai Lama þegar hann tók á móti viðurkenningunni.

Þetta hefur reynst vera mikill diplómatískur höfuðverkur fyrir Frakka, sem eru enn að reyna að bæta samskiptin við Kína. Þau versnuðu nokkuð eftir að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti átti fund með Dalai Lama í desember sl.

Yfirvöld í Peking saka Dalai Lama um að vera leiðtoga tíbetskra aðskilnaðarsinna. Þeir sem eigi fund með honum séu því að skipta sér af kínverskum innanríkismálum. Kínverjar hafa hvatt Evrópuríkin, þ.m.t. Ísland, um að hafa engin samskipti við leiðtogann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert