Kínverjar reiðir Frökkum

Dalai Lama færir Bertrand Delanoe borgarstjóra í París hvítan klút.
Dalai Lama færir Bertrand Delanoe borgarstjóra í París hvítan klút. Reuters

Yfirvöld í Kína mótmæltu harðlega og fordæmdu þann heiður sem Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, var sýndur í París er hann var gerður að heiðursborgara í gær. Segja Kínverjar að þetta kunni að leiða til alvarlegra truflana á samskiptum þjóðanna.

„Hegðun borgarstjórnarinnar í París hefur valdið alvarlegum truflunum á samskiptum Kína og Frakklands," segir í tilkynningu sem send var með faxi á ritstjórn frönsku fréttastofunnar AFP frá utanríkisráðuneyti Kína.

Ekki er langt síðan Frakkar og Kínverjar jöfnuðu ágreining sinn vegna þess, að Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, átti fund með Dalai Lama í desember. 

Sendiherra Kína á Íslandi gekk á fund ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Íslands í síðustu viku meðan Dalai Lama var staddur hér á landi. Einnig var sendiherra Íslands í Kína kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu í Peking. Kvörtuðu Kínverjar yfir því að heimsókn Dalai Lama væri farin að fá á sig opinberan blæ í ljósi þess að ráðherrar og aðrir framámenn hefðu hitt hann að máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert