Egg í umdeildan leiðtoga

Nick Griffin, leiðtogi öfgahægriflokksins BNP í Bretlandi varð fyrir eggjaárás mótmælenda á blaðamannafundi fyrir utan breska þingið í dag. Tugir mótmælenda trufluðu fundinn en flokkur Griffins hefur lýst sig andvígan því að blökkumenn eða fólk af asísku bergi brotið geti orðið breskri ríkisborgarar.  BNP vann tvö sæti á Evrópuþinginu um helgina.

Eftir að Griffin hafði sagt örfá orð á fundinum var eggjum kastað að honum, veist að honum með fúkyrðum og borðum haldið uppi með áletruninni „stoppið fasíska BNP.“ Griffin sagði Sky fréttastöðinni að uppákoman hefði verið skipulögð af Verkamannaflokknum. „Þau geta mótmælt en ekki notað ofbeldi eða hindrað mig við að ræða við kjósendur,“ sagði Griffin.

Talsmenn Verkamannaflokksins vildu ekki kannast við að hafa skipulagt uppákomuna. „Við ættum að ögra þeim á grundvelli stefnumála, hugmyndafræði og viðhorfa þeirra til blökkumanna, frekar en að styrkja ímynd þeirra sem fórnarlamba og jaðarhóps,“ sagði Jon Cruddas, talsmaður Verkamannaflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert