Shell borgar sig frá málaferlum

Nígería er auðug af olíu. Verkamenn við olíuvinnsluna nærri Harcourt ...
Nígería er auðug af olíu. Verkamenn við olíuvinnsluna nærri Harcourt höfninni í Nígeríu. GEORGE ESIRI

Forsvarsmenn olíufyrirtækisins Shell hafa fallist á að greiða 15,5 milljónir bandaríkjadala til ættingja nígerísks baráttufólks fyrir mannréttindum og umhverfisvernd. Í staðinn verður hætt við málsókn á hendur fyrirtækinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins í dag. 

Forsaga málsins er sú að árið 1995 dæmdu stjórnvöld í Nígeríu níu menn til dauða og hengdu þá en þeir höfðu barist fyrir umhverfisvernd og mannréttindum í heimkynnum Ogonimanna á óseyrum Nígerfljóts. Þar hafði dótturfyrirtæki Shell mikil umsvif í olíuvinnslu. 

Ættingjar mannanna níu hafa tekist á við Shell sl. 13 ár en málið átti að koma fyrir bandarískan dómstól í næstu viku. Málsóknin byggir á lagaákvæði í bandarískum lögum frá árinu 1789, en samkvæmt því getur fólk kært mannréttindabrot fyrir bandarískum dómsstólum jafnvel þótt brotin sem kært er vegna hafi átt sér stað utan Bandaríkjanna.

Í stefnu á hendur Shell var því haldið fram að starfsmenn fyrirtækisins hafi séð nígerísku lögreglunni fyrir vopnum og m.a. greitt hersveitum ríkisstjórnarinnar fyrir að skjóta á heimamenn sem mótmæltu byggingu olíuleiðslu fyrirtækisins. Því er einnig haldið fram að Shell hafi aðstoðað stjórnvöld við að handtaka mennina og fá þá dæmda til dauða. 

Meðal þeirra sem líflátnir voru var rithöfundurinn Ken Saro-Wiwa. Í samtali við AFP er haft eftir syni hans, Ken Wiwa, að í niðurstöðu málsins nú fælist sigur fyrir heimamenn. Fjármunirnir sem fást með sáttinni fara að stórum hlut til aðstandenda mannanna níu sem og til að borga málaferlin. Hins vegar fara fimm milljónir bandaríkjadala í sjóð sem gagnvast á íbúum Ogonilands. 

Malcolm Brinded, talsmaður Shell, tók fram þegar samkomulagið var kynnt að með gerð samningsins væri ekki viðurkennd nein sekt í málinu. Fjármunum væri einvörðungu ætlað að liðka fyrir sáttum. Sagði hann að þó Shell hefði ekki tekið þátt í ofbeldi gegn mönnunum níu þá hefði ættingjar mannanna sem og aðrir þurft að þjást vegna málsins. 

Lögspekingar telja þó fremur ólíklegt að Shell fallist á svo mikil fjárútlát til að komast hjá réttarhöldum nema vegna þess að það óttist þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
Laus íbúð um jólin..."Eyjasol ehf.
Eigum lausa daga í íbúðum í Reykjavik fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Rúm ...
Hermannabuxur
Hermannabuxur til sölu. Upplýsingar í síma: 8935005...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...