Stafrænar skólabækur í Kaliforníu

Schwarzenegger horfir til framtíðarinnar.
Schwarzenegger horfir til framtíðarinnar. Reuters

„Að mínu mati eru skólabækur úrelt fyrirbæri og það er ástæðulaust fyrir okkar skóla að láta nemendur burðast með gamaldags og níðþungar og dýrar kennslubækur," sagði Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri í Kaliforníu. Helsta ástæðan fyrir þessari róttæku breytingu í skólakerfinu mun vera sparnaður.

Að meðaltali kostar hver skólabók um 100 Bandaríkjadali og telur Schwarzenegger að Kaliforníuríki geti sparað allt að 300 til 400 milljón dali með þessu eða um 51 milljarð íslenskra króna.

Schwarzenegger sagði að börn nútildag kynnu hvort eð er betur á rafeindatæknina og væru vön að nota slíka tæki til allrar afþreyingar og því væri kominn tími á skólabókina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert