Gyðingar óttast framgang hægri öfgaflokka

Morten Messerschmidt leiddi lista Danska þjóðarflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Hann …
Morten Messerschmidt leiddi lista Danska þjóðarflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Hann nýtur mikillar hylli í Danmörku og fékk flest atkvæði allra frambjóðenda í kosningunum þar í landi. Helsta slagorð kosningabaráttu hans var: Gefið okkur Danmörk aftur.

Gyðingar í Evrópu eru áhyggjufullir yfir góðu gengi þeirra hægri öfgaflokka sem náðu góðri kosningu í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Meðal þeirra flokka eru Danski þjóðarflokkurinn, Frelsisflokkarnir í Hollandi og Austurríki. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken í dag. 

Í opinberri yfirlýsingu sem ráðstefna gyðinga í Evrópu héldu nýverið kemur fram að þeir óttist að gott gengi fyrrgreindra flokka muni virka eins og olía á eldinn hjá þeim sem nú þegar eru mjög þjóðernissinnaðir, haldnir kynþáttafordómum, andvígir gyðingum og útlendingum.

Talning atkvæða í Evrópuþingskosningunum sýna að flokkar yst til hægri í Hollandi, Austurríki, Ungverjalandi, Bretlandi, Rúmeníu og Danmörku unnu stórsigur. 

Ráðstefnan metur það sem svo að umburðarlyndi sé á undanhaldi í Evrópu og telur að Evrópusambandið eigi strax að innleiða löggjöf sem vinni gegn kynþáttahöturum.

„Evrópubúar með sína ólíku bakgrunna, mismundi kynþætti og margvíslegu trúarbrögð, þurfa á því að halda að Evrópusambandið bregðist þegar í stað við með markvissum hætti m.a. með aukinni fræðslu,“ segir m.a. í yfirlýsingunni sem samþykkt var á ráðstefnunni. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert