Ræða Netanyahu „stórt skref fram á við“

Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins.
Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins. AP

Talsmaður Hvíta hússins í Washington fagnaði í dag skilyrtri stuðningsyfirlýsingu Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, við stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Hann segir hins vegar að enn sé langt í land hvað varðar friðarviðræðurnar.

„Ríkisstjórn Netanyahu tók stórt skref fram á við í gær með því að viðurkenna í fyrsta sinn nauðsyn tveggja ríkja lausnar,“ sagði Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins við blaðamenn í forsetaþotunni Air Force One í dag.

„Ég held að forsetinnn telji að enn sé langt í land og margar lykkjur og ljón í veginum, en hann er ánægður með þann árangur sem hefur náðst hingað til,“ sagði Gibb.

„Ég held að ræða gærdagsins sé svo sannarlega stór hluti af því.“

Netanyahu lýsti í gær í fyrsta skipti yfir stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, með tveimur skilyrðum þó.

Annars vegar að Palestínumenn yrðu afvopnaðir að fullu og hins vegar að þeir viðurkenndu Ísrael sem ríki gyðinga, krafa sem Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur hingað til hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert