Ástralska þingið ekki barnvænt

Heit umræða er nú í Ástralíu um hvort bæta þurfi aðstöðu á áströlskum vinnustöðum fyrir barnafólk. Ástæðan er sú að  þingmanni var skipað að fjarlægja 2 ára gamla dóttur sína út sal ástralska þingsins. Litla stúlkan grét hástöfum á meðan hún var borin úr salnum.

Sarah Hanson-Young, sem er meðal yngstu áströlsku þingmannanna, segist ekki hafa getað fengið gæslu fyrir Koru dóttur sína á meðan hún greiddi atkvæði í þinginu í gær og því hafi hún farið með barnið inn í þingsalinn.

Kora lék sér fallega í  nokkrar mínútur en þegar John Hogg, forseti þingsins, tilkynnti að barnið yrði að fara úr salnum, tók starfsmaður þingsins stúlkuna og bar hana út. Það varð Koru um megn og hún grét hástöfum.

Hogg sagði Hanson-Yongt, að barnið mætti ekki vera inni í þingsalnum meðan á atkvæðagreiðslunni stæði. Reglur þingsins kveða á um, að þingmenn megi sinna börnum í þingsalnum en annars fá aðeins þingmenn og starfsmenn þingsins aðgang að salnum. Dagheimili var opnað í ástralska þinginu fyrr á þessu ári.

Málið vakti mikla athygli í áströlskum fjölmiðlum og sýndist sitt hverjum, bæði meðal almennings og þingmanna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert