Birtu myndir úr Lífsháska með flugslysafrétt

Brak úr farþegaþotu Air France.
Brak úr farþegaþotu Air France. Reuters

Bólivísk sjónvarpsstöð birti ljósmyndir teknar úr sjónvarpsþáttaröðinni Lífsháska  með frétt um frönsku farþegaþotuna sem hrapaði í Atlantshafið. Myndirnar sýndu fólk með súrefnisgrímur um borð í flugvél og farþega sem sogast út um gat á skrokki flugvélar.

Sjónvarpsstöðin fékk þessar myndir sendar með tölvupósti þar sem því var haldið fram að myndirnar hefðu fundist á minniskubbi myndavélar sem fannst í braki flugvélarinnar og var eigandi vélarinnar nafngreindur sem brasilíski leikarinn Paulo Muller.

Lífsháski er sjónvarpsþáttaröð sem framleidd er í Bandaríkjunum af ABC sjónvarpsstöðinni og segir frá fórnarlömbum flugslyss sem eru strandaglópar á dularfullri eyju í Kyrrahafi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert