Skólar sprengdir í loft upp

Talibanar hafa sýnt í verki andúð sína á menntun stúlkna …
Talibanar hafa sýnt í verki andúð sína á menntun stúlkna í Pakistan. Reuters

Herskáir Talibanar sprengdu tvo skóla í norðvesturhluta Pakistans í morgun. Skóli fyrir stúlkur á grunnskólaaldri var gjöreyðilagður í þorpinu Bhadha Bher sem er í útjaðri Peshawar.

Drengjaskóli í Khar, stærsta samfélaginu í Bajaur-héraði skammt frá afgönsku landamærunum var hlaðinn heimatilbúnu sprengiefni og jafnaður við jörðu snemma í morgun.

Síðast liðið árið hafa um 40 skólar verið sprengdir eða kveikt í þeim í Bajaur og í Swat-dalnum hafa nærri 200 skólar, flestir stúlknaskólar verið jafnaðir við jörðu á undanförnum tveimur árum. Islamistarnir eru mótfallnir því að kynjunum sé kennt saman og eru andvígir því að stúlkur hljóti menntun.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert