Felldu 45 syrgjendur

Læknir á vegum SÞ hlynnir að stúlku frá Swat-dal þar …
Læknir á vegum SÞ hlynnir að stúlku frá Swat-dal þar sem harðir baradagar hafa verið milli Talíbana og stjórnarhers Pakistans. Reuters

Minnst 45 manns létu lífið þegar ómönnuð, bandarísk flugvél skaut flugskeytum á svæði í Waziristan í norðvestanverðu Pakistan í dag, að sögn pakistanskra embættismanna. Fólkið hafði verið við útför fórnarlamba annarrar flugskeytaárásar bandarískrar vélar.

 Um er að ræða svæði þar sem Talíbanaleiðtoginn Baitullah Mehsud hefur mikinn stuðning. Pakistansher undirbýr nú mikla sókn gegn vígasveitum Mehsuds. Annar Talíbanaleiðtogi, Qari Zainuddin, sem oft hefur gagnrýnt Mehsud og sagt hann ganga of langt í grimmd gegn óbreyttum borgurum, var skotinn til bana í gær. Ekki er vitað hver var að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert