Ákvörðun um hnúfubaka frestað

Hnúfubakur
Hnúfubakur Kristján Kristjánsson

Ákvörðun um hvort veita eigi Grænlendingum veiðikvóta fyrir 10 hnúfubaka var frestað á í upphafi fundar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í morgun. Að sögn Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands sem fylgist með fundinum, verður haldinn aukafundur um málið fyrir næsta ársfund Hvalveiðiráðsins.

Danir lögðu á þriðjudag fram formlega tillögu um að Grænlendingar fái að veiða 10 hnúfubaka á ári á árunum 2010 til 2012. Samskonar tillaga hefur verið lögð fram á fyrri ársfundum ráðsins en ávallt verið felld. Ole Samsing, formaður dönsku sendinefndarinnar, óskaði eftir skjótri afgreiðslu á tillögunni á ársfundinum, sem nú stendur yfir á portúgölsku eyjunni Madeira.  

Samsing sagði, að tillagan væri borin fram í samræmi við reglur um svonefndar frumbyggjaveiðar. Á móti lagði Samsing til að hrefnuveiðikvóti Grænlendinga yrði minnkaður úr 200 dýrum í 178 dýr.

Atvinnuveiðar á hnúfubak hafa verið bannaðar frá árinu 1966. Grænlendingar héldu þó áfram að veiða þessa hvalategund til ársins 1987 en þá var veiðibann hnúfubak einnig látið ná til frumbyggjaveiða. 

Umhverfisverndarsinnar segja að Grænlendingar þurfi ekki að fá aukinn hvalveiðikvóta enda hafi þeir aðeins nýtt um 77% af heildarhvalveiðikvóta sínum frá árinu 1991.  

Jorge Palmeirim, formaður portúgölsku sendinefndarinnar, sagði að vísindanefnd hvalveiðiráðsins hafi gefið til kynna, að hnúfubaksstofninn þoli vel veiði á 10 dýrum. Hins vegar sé óljóst hvort Grænlendingar hafi þörf fyrir að auka veiðikvótann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert