Ástand stúlkunnar ekki alvarlegt

Ættingi farþega í flugvélinni bíður frétta utan við sjúkrahús í …
Ættingi farþega í flugvélinni bíður frétta utan við sjúkrahús í Moroni, höfuðborg Kómoreyja. Reuters

Fjórtán ára stúlka sem lifði af flugslysið í morgun  hefur verið lögð inn á spítala á Kómoreyjum. Ástand hennar er ekki talið alvarlegt.

„Unga stúlkan sem er fjórtán ára hefur verið lögð inn á El Maarouf sjúkrahúsið. Okkur er sagt að ástand hennar valdi ekki áhyggjum," sagði fulltrúi Rauða krossins í samtali við fréttastofuna AFP.

Stúlkan er sú eina sem fundist hefur á lífi úr flugslysinu. Fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn á Kómoreyjum höfðu áður sagt að fimm ára drengur hefði fundist sömuleiðis.

Flugvélin sem var af gerðinni Airbus A310 var frá Jemen. Hún fórst nálægt Kómoreyjum á Indlandshafi í morgun.

Skip á siglingu við Kómoreyjar.
Skip á siglingu við Kómoreyjar. Reuters
Flugvél af gerðinni Airbus A310
Flugvél af gerðinni Airbus A310
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert