Kínverjar fresta áformum um netsíur

Kínversk stjórnvöld hafa frestað áformum um að settar verði netsíur í allar nýjar tölvur sem seldar eru í landinu. Til stóð að reglugerð um netsíur tæki gildi á morgun, 1. júlí en þeim áformum hefur nú verið slegið á frest í kjölfar háværra mótmæla um heim allan.

Netsían umdeilda kallast Green Dam og hafa kínversk stjórnvöld krafist þess að hugbúnaðurinn verði settur upp á tölvur áður en þær eru seldar eða að geisladiskur með hugbúnaðinum fylgi öllum nýjum tölvum. Búnaðinum er að sögn stjórnvalda ætlað að hindra aðgang kínverskra netnotenda að klámefni og öðru óæskilegu efni.

Gagnrýnendur segja hins vegar að hugbúnaðurinn sé meingallaður auk þess sem hann geri stjórnvöldum kleift að fylgjast með netnotkun. Netsían sé enn ein tilraun kínverskra stjórnvalda til að stýra netnotkun þessa stærsta netmarkaðar heims sem telur um eða yfir 300 milljónir notenda.

Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua hefur eftir talsmanni ráðuneytis iðnaðar- og upplýsingatæknimála í Kína að áformunum hafi verið slegið á frest eftir að tölvuframleiðendur sögðu ógerlegt að verða við kröfum stjórnvalda með svo skömmum fyrirvara.

Þó er talið að hávær gagnrýni frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, ýmsum réttindasamtökum netnotenda hafi ráðið miklu um að áformunum var slegið á frest. Gary Locke, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna segir að áform Kínverja stangist á við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Evrópuráðið segir áformin séu óviðunandi.

Ritskoðun á netinu er mikil í Kína og hafa kínversk stjórnvöld ítrekað reynt að útiloka vefsíður sem innihalda "pólitískt viðkvæmt" efni. Sama á við um vefsíður sem "óæskileg" samtök halda úti, svo sem trúarsamtökin Falun Gong og önnur sem gagnrýna stjórnvöld í Kína. Nýlega fordæmdu kínversk yfirvöld kínversku útgáfu leitarvélarinnar Google þar sem gegnum hana var hægt að nálgast klámefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
falleg innskautsborð flísar með rós í plötu
er með falleg innskotsborð flísar með rós í plötu á 25,000 kr sími 869-2798...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...