Mótmæltu aftökum Hvít-Rússa

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands Reuters

Félagar í mannréttindasamtökunum Amnesty International mótmæltu dauðarefsingum í Hvíta-Rússlandi fyrir utan sendiráð landsins í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Dauðarefsingar Hvít-Rússa brjóta gegn banni Evrópuráðsins við dauðarefsingum í Evrópu.

Tugir svartklæddra mótmælanda veifuðu skiltum með slagorðum á borð við „Allt fólk á rétt til að lifa“ og „Nei við dauðadómum í Hvíta-Rússlandi“ undir ströngu eftirliti óeirðalögreglu Moskvuborgar.

„Við viljum minna fólk á að 400 aftökur hafa verið framkvæmdar í Hvíta-Rússlandi síðan 1991,“ segir talskona Amnesty International, Jane Lezina.

Eru þetta samkvæmt mati samtakanna en nákvæmar tölur eru ekki fyrir hendi. Samkvæmt Hvít-Rússneskum lögum þarf ekki að gera upplýsingar um aftökur í landinu opinberar og mannréttindasinnar segja aðstandendur hvorki fá hina líflátnu til greftrunar né látna vita hvar þeir eru jarðaðir. Þeir sem dæmdir eru til dauða er skotnir af aftökusveit.

Hvíta Rússland hefur verið kallað „síðasta einræðisríki Evrópu“ en þar er Alexander Lúkasjenkó forseti við stjórnvölinn. Er ríkið eina Evrópuríkið sem ekki er aðili að Evrópuráðinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert