Hondúras segi sig úr Samtökum Ameríkuríkja

Herðmenn í Tegucigalpa standa vörð á meðan stuðningsmenn Manuel Zelaya …
Herðmenn í Tegucigalpa standa vörð á meðan stuðningsmenn Manuel Zelaya mótmæla valdaráninu. TOMAS BRAVO

Stjórnarkreppan í Hondúras fer nú harðnandi eftir að leiðtogar valdaránsins þar í landi tilkynntu að þeir hygðust draga landið út úr Samtökum Ameríkuríkja (Organization of American States, OAS).

Hersveitir þvinguðu fyrrverandi forseta landsins, Manuel Zelaya, til að flýja land síðastliðinn sunnudag.  OAS hafa síðan krafist þess að forsetanum verði aftur hleypt til valda í síðasta lagi í dag, ella verði landinu vísað úr samtökunum, en í dag hafnaði hæstiréttur Hondúras þeirri kröfu. „Ef OAS lítur ekki á Hondúras sé þess virði að vera meðlimur, þá mun Hondúras sjálft afsala sér sæti í samtökunum  strax,“ hefur CNN eftir utanríkisráðherranum Marta Lorena Alvarado. Fleiri talsmenn stjórnarinnar hafa gefið til kynna að Hondúras muni verja fullveldi sitt til hins ítrasta. 

Íbúar Hondúras geta nú búist við einangrun frá alþjóðasamfélaginu og hugsanlegum refsiaðgerðum vegna valdaránsins.  Búist er við því að Zelaya komi aftur til landsins á morgun ásamt forseta Argentínu og í fylgd fulltrúa OAS en hin nýja ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hann verði handtekinn við komuna. 

Þúsundir stuðningsmanna Zelaya hafa mótmælt á götum úti í höfuðborginni Tegucigalpa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert