Kanada ver milljörðum í hernað

Toronto í Kanada.
Toronto í Kanada. Reuters

Yfirvöld í Kanada tilkynntu í dag að til stæði að verja um 5 milljörðum kanadískra dollara í að uppfæra tækjabúnað hersins.

Um 650 til 800 ný farartæki verða framleidd sem hluti af „nýrri kynslóð“ hersveita landsins að sögn varnarmálaráðherra Kanada, Peter MacKay. Þá verður um milljarði kanadískra dollara varið í að styrkja herinn sjálfan og bæta hreyfanleika þeirra 630 brynvörðu farartækja sem nú þegar eru í notkun, fyrst og fremst í Afganistan. 

„Nýleg reynsla kanadískra hersveita og annarra þjóða í Afganistan sýna okkur trekk í trekk að það er stöðug þörf fyrir rækilega brynvarðann en um leið mjög hreyfanleg ökutæki,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.

Gert er ráð fyrir að nýju hernaðartólin verði tilbúin og tekin í notkun á tímabilinu frá byrjun árs 2012 fram til 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert