Hass í íbúð þingforseta

Josef Motzfeldt
Josef Motzfeldt norden.org/Johannes Jansson

Josef „Tuusi“ Mozfeldt, forseti grænlenska þingsins og formaður Inatsisartut, hefur kallað forsætisnefndina saman til að gera henni grein fyrir ásökunum á hendur sér um að hafa haft hass í fórum sínum. Hann neitar að draga sig í hlé meðan lögregla rannsakar málið, eins og Siumut hefur krafist.

Fundur forsætisnefndarinnar verður haldinn í dag, að sögn grænlenska útvarpsins.  Málið kom upp þegar flutningamenn voru að flytja búslóð þingforsetans í nýjan embættisbústað hans. Þeir segjast hafa fundið hassklump í íbúð Josefs og afhentu lögreglunni klumpinn.

Þingforsetinn kveðst ekki kannast við klumpinn og segir að hann tilheyri sér ekki. Hann kveðst ekki vita hvernig á því stendur að hassið fannst í íbúðinni. Motzfeldt telur að klumpinum hafi verið plantað í íbúð sína. Þetta sé pólitískt samsæri gegn sér. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann verður fyrir pólitískum ofsóknum.

Josef Motzfeldt kveðst ekki vera viss um hver standi að baki meintu samsæri og ætla að bíða eftir niðurstöðu úr rannsókn lögreglunnar.

Þingflokkur Atassut, hins stjórnarandstöðuflokksins, lýst þeirri skoðun að láta eigi alla þingmenn á grænlenska landsþinginu gagnast undir fíkniefnapróf.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...