Raðnauðgari fær 247 ár

Tsediso Letsoenya.
Tsediso Letsoenya.

38 ára gamall Suður Afríkubúi hefur verið dæmdur í 243 ára fangelsi fyrir röð nauðganna á konum og stúlkum. Framferði mannsins olli skelfingu á meðal kvenna í Höfðaborg.

Fjallað er um málið í dagblaðinu The Weekend Argus en þar segir að maðurinn, Tsediso Letsoenya, sem er fyrrum sjómaður, hafi verið handtekinn árið 2005.

Lögreglu bárust 104 kærur á hendur Letsoenya og var hann meðal annars sakfelldur fyrir 28 nauðganir. 

Dómarinn, Abe Motala, kvaðst hafa fyllst sérstökum óhugnaði við skoðun tveggja ákæra. Í öðru tilvikinu þvingaði maðurinn börn til að halda niðri móður sinni á meðan hann nauðgaði henni en í hinu reyndi hann að þvinga faðir til að hafa samræði við dóttur sína.

Þrjú fórnarlamba Letsoenya voru undir 16 ára aldri og nauðgaði hann fjórum fórnarlömbum sínum tvisvar þegar glæpurinn var framinn.

Hann hótaði fórnarlömbum sínum gjarnan lífláti með skotvopni.  

Nauðganir eru gífurlegt vandamál í Suður Afríku en fram kemur í nýlegri rannsókn að 27,6 prósent aðspurðra sögðust ýmist hafa nauðgað konu eða stúlku.

Fimmti hver þeirra er með eyðni og er sérstaklega tekið fram að rannsóknin náði til karla á öllum stigum samfélagsins.

Tilkynnt var um 36,190 nauðganir í landinu árið 2007 eða sem svarar um 99 nauðgunum á dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert