Flugmenn samþykkja launalækkun

British Airways
British Airways Reuters

Meirihluti flugmanna hjá British Airways hefur samþykkt 2,6% launalækkun. Er þetta hluti af aðgerðum félagsins til þess að draga úr rekstrarkostnaði. Áætlað er að spara 26 milljónir punda í rekstri flugfélagsins, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Telegraph.

Samkvæmt upplýsingum frá samtökum flugmanna í Bretlandi, British Airline Pilots Association (Balpa), samþykktu níu af hverjum tíu launalækkunina.

BA er að reyna að fá starfsfólk til þess að taka á sig launalækkanir eða launafrystingu í tvö ár. Jafnframt hefur félagið neyðst til að segja upp starfsfólki vegna samdráttar í flugrekstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert