Ritstjóri handtekinn fyrir að dreifa „klámi“

Sitt sýnist hverjum um hvað er klúrt.
Sitt sýnist hverjum um hvað er klúrt.

Ritstjóri dagsblaðsins Post í Sambíu, Chansa Kabwela, hefur verið handtekinn fyrir að dreifa klámi. Um er að ræða mynd af konu að fæða barn án læknishjálpar en þarlendir læknar fóru í verkfall í liðnum mánuði. Myndin hefur ekki birst í blaðinu en Kabwela gaf Sambískum kvennahreyfingum og skrifstofu varaforsteta landsins eintök.

„Hún hefur verið kærð og handtekin fyrir að dreifa klúrum myndum og ég vona að hún komi fyrir rétt á morgun,“ sagði Sam Mujuda, lögfræðingur Post. 

Forseti Sambíu, Rupiah Banda, fyrirskipaði á blaðamannafundi í júní handtöku þess sem bæri ábyrgð á myndinni. Kabwela gaf sig fram við lögreglu í morgun og var yfirheyrð í yfir klukkustund. Hún virtist yfirveguð og róleg þegar hún var leidd í fangageymslu lögreglunnar í Lusaka.

Fjölskylda konunnar á myndinni sendi Post myndina umdeildu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert