Dregið úr notkun plastpoka í Bretlandi

DARREN STAPLES

Verulegur árangur náðist í tilraun breskra umhverfisyfirvalda til draga um helming úr fjölda þeirra plastpoka sem breskir stórmarkaðir gefa viðskiptavinum sínum. Þetta kemur fram í frétt frá BBC.


Þar segir að sjö stórmarkaðir hafi tekið þátt í tilrauninni en breskir stórmarkaðir gefa viðskiptavinum sínum plastpokana undir vörukaupin.


Í maí 2006 höfðu verslanirnar gefið 781 milljón poka en í maí í ár, hafði notkunin minnkað um 48% og var komin niður í 373 milljónir poka.  


Í Skotlandi nam minnkunin 49%.  Í maí 2006 höfðu verið gefnar 718 milljónir poka á móti 372 milljónum poka í maí 2009.


Breski umhverfisráðherrann, Hilary Benn fagnaði þessu. Ávinningurinn væri m.a. sá minna færi í landfyllingar og auk þess sem hráefnisnotkun væri minni, en olía er m.a. notuð til að vinna efnið í pokana.


Ávinningurinn af átakinu hefur fengið umhverfissinna þar í landi til að krefjast þess að plastpokarnir verði seldir á 15 pens stykkið. Jafngildir það tæpum 19 krónum á pokann.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert