Etisalat hagnast um 1,2 milljarða dala

Fjarskiptarisinn Etisalat, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hagnaðist um rúmlega 1,2 milljarða bandaríkjadala, um 160 milljarða íslenskra króna á fyrri helmingi þessa árs. 

Telja talsmenn fyrirtækisins þetta sýna að fyrirtækið nái að standa vel af sér kreppuna að því er fram kemur hjá AFP, enda hafi þeir orðið mun vandlátari þegar kemur að erlendum fjárfestingum.

Hagnaðurinn var nokkuð minni en í fyrra þegar hann nam 1,37 milljörðum dala. Þar skekktu gríðarlegar sölutekjur af sölu bréfa í sádí arabíska fjarsímafyrirtækinu Mobily niðurstöðuna. Sé hún ekki tekin með í reikninginn væri hagnaðurinn 11% lægri en á sama tíma í fyrra.

Etisalat sem er eitt stærsta símafyrirtæki í heimi að sögn AFP, er með yfir 85 milljónir áskrifenda í Miðausturlöndum, Afríku og  Asíu. Þar gera menn sér vonir um að ná 100 milljóna ákrifendafjölda á næsta ári.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert