Farsímanotkun í bílum lífshættuleg

Farsímanotkun í bíl skerðir einbeitinguna.
Farsímanotkun í bíl skerðir einbeitinguna. Þorkell Þorkelsson

Umferðarstofan bandaríska áætlaði að árið 2002 hefði notkun farsíma í bílum valdið 955 dauðsföllum og 240 þúsund slysum í landinu. Þetta kemur fram í skýrsludrögum sem stofnunin lét útbúa árið 2003 en yfirstjórn hennar ákvað að gera hana ekki opinbera að því að hún óttaðist að bandaríska þingið myndi fyrtast við.

The New York Times greinir frá þessu í dag og birtir skýrsluna í heild á vef sínum en tvö neytendasamtök fengu skýrsluna upphaflega afhenta með skírskotun til þarlendra upplýsingalaga.

Fyrrum yfirmaður umferðaröryggismála hjá framangreindri stofnun, National Higway Traffic Safety Administration, segist hafa verið beittur þrýstingi til að birta ekki skýrsluna til að styggja ekki þingið sem lagt hefði að stofnuninni að einbeita sér að gagnaöflun en ekki að túlka þau.

Deilt hefur verið á samgönguráðuneytið bandaríska sem umferðaröryggisstofnunin heyrir undir, fyrir að hafa ekki tekið harðar á einbeitingarskorti við akstur með þeim afleiðingum að þróast hafi sú tíska að ökumenn séu að fást við allskyns hluti aðra en aksturinn - talandi í farsímann og stillandi útvarp eða tónhlöðuna eða gjóandi á GPS-aksturstölvuna eða jafnvel sjónvarpið, allt á sama tíma.

„Við stöndum andspænis vandamáli sem gæti verið eins stórt og ölvunarakstur og stjórnvöld stinga því undir stól, “ hefur blaðið eftir forsvarsmanni umferðaröryggismiðstöðvar.

Fram kemur að einnig hafi verið hætt við að senda þáverandi samgönguráðherra bréf þar sem fram kæmi sú skoðun að handfrjáls búnaður leysi vandann ekki heldur. Ástæðan: að það sé samtalið sjálft, ekki einungis að haldið sé á símanum, sem valdi einbeitingarbresti við aksturinn, að því er rannsóknin sýndi.

mbl.is
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...