Hollendingar skila höfði

Ganamenn hafa nú endurheimt höfuð fyrrum höfðingja.
Ganamenn hafa nú endurheimt höfuð fyrrum höfðingja. Reuters

Hollendingar færðu í dag Ganamönnum höfuð höfðingjans Badu Bonsu annars, sem hálshöggvinn var af hollenskum nýlenduherrum árið 1838. Höfuðið hafði verið geymt á söfnum í Evrópu um langt skeið. 

Ríkisstjórnir Hollands og Gana voru viðstaddar við afhendingu höfuðsins í Haag og einnig meðlimir úr ættbálki Badu Bonsu. Höfuðið sjálft var þó geymt í öðru herbergi á meðan athöfninni stóð.

Meðlimir úr ættbálknum héldu tilfinningaþrungna helgiathöfn, helltu áfengi á gólfið og ákölluðu anda fallins höfðingja síns.

Utanríkisráðherra Hollands, Maxime Verhagen, sagði að athöfnin væri til þess að leggja „óheppilegt og skammarlegt“ mál til hliðar.

Stjórnvöld í Gana gerðu kröfu um að fá höfuðið í sínar hendur eftir að þau heyrðu að það hefði varðveist og væri á safni háskóla í vesturhluta Hollands.

Ekki eru mörg ár síðan uppgötvaðist hver var réttur eigandi höfuðsins, sem hefur verið geymt í krukku fullri af formaldehýði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert