Hvalur festist í skemmtiferðaskipi

Farþegar skipsins fylgdust með þegar hvalurinn var rannsakaður og loks …
Farþegar skipsins fylgdust með þegar hvalurinn var rannsakaður og loks fjarlægður.

Þegar skemmtiferðaskipið Sapphire Princess lagðist að bryggju í Vancouver í Kanada í gær uppgötvaðist dauð langreyður sem hékk föst neðan á skipinu. Talsmenn Sapphire Princess undrast atvikið þar sem skipið fari eftir strangri stefnu um að forðast hvali í sjónum. 

Að því er fram kemur á BBC er óljóst hvenær hvalurinn festist í skipinu eða hversu lengi hann dróst með því, en meðal þess sem skipstjóra er uppálagt að gera er að beygja af leið og hægja verulega ferðina ef sést til hvala í námunda við skipið. Skipstjórinn sagðist ekki hafa orðið var við hvalinn fyrr en komið var í höfn.

Sjaldgæft er talið að hvalir lendi í árekstrum við skip með þessum hætti en það er þó erfitt að áætla þar sem hugsast getur að mörg slík tilfelli komist aldrei upp eða séu tilkynnt. Framkvæmd verður krufning á hvalnum í Kanada til að komast að því hvort hann var dauður eða ekki þegar hann festist í skipinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert