Kviðristubarn fundið í Bandaríkjunum

Barn sem skorið var úr legi móður sinnar í Bandaríkjunum um síðustu helgi  fannst á lífi í New Hampshire í gærkvöldi. Barnið sem er stúlka, er að sögn lögreglu þokkalega á sig komið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  

Móðir barnsins, Darlene Haynes sem var 23 ára, fannst látin á heimili sínu í Massachusetts á mánudag eftir að leigusali hennar varð við slæma lykt frá íbúð hennar. Hún hafði þá verið látin í nokkra daga. Hún var með áverka á höfði og hafði verið skorin á kvið og barn hennar fjarlægt.  Hún hafði verið komin átta mánuði á leið.

35 ára kona, Julie Corey, var með barnið er það fannst. Hún er nú í haldi lögreglu en hún var handtekin í skýli fyrir heimilislausa eftir að hegðun hennar vakti grunsemdir starfsfólks þar. Karlmaður, sem var með henni, var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn. 

Tvö ár eru frá því önnur kona, Lisa Montgomery, var fundin sek um að myrða  Bobbi Jo Stinnett og fjarlægja stúlkubarn úr legi hennar. Stúlkubarnið fannst síðar á lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert