Kyrrsetja 22 þotur

British Airways kyrrsetja 22 þotur og fækka flugleiðum.
British Airways kyrrsetja 22 þotur og fækka flugleiðum. Reuters

British Airways hefur ákveðið að kyrrsetja tuttugu og tvær farþegaþotur úr flota sínum á næstkomandi vetri og fækka flugleiðum eftir að tölur um taprekstur félagsins hljóðuðu upp á 31 milljarð íslenskra króna á síðasta árfjórðungi.

Breski fréttavefurinn Sky News  segir að yfirmaður flugfélagsins viðurkenni að flugfélagið berjist nú í bökkum og að þessi aðgerð sé liður í að stemma stigu við taprekstrinum.

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að markaðurinn sýni þess engin merki að hann sé á leið upp úr þeirri lægð sem hann er í.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert