Sex sjómanna saknað í Svíþjóð

Sex er saknað eftir að norska flutningaskipið Langeland sökk í Kosterfjorden í Svíþjóð í morgun. Björgunarvesti og björgunarbátar hafa fundist á slysstaðnum. Sænska strandgæslan leitar að þeim sem saknað er en enginn hefur enn fundist, að sögn fréttavefjarins dagbladed.no.

Langeland var á leið til Moss og var hlaðið grjóti. Tilkynning um sjóslysið barst kl. 8.30 í morgun að norskum tíma. Þá hafði áhöfn skipsins tilkynnt um að það væri komið með slagsíðu.

Skipverjar eru af ýmsu þjóðerni en enginn þeirra er norskur. Skipstjórinn lét vita af því um klukkan sex í morgun, að norskum tíma, að skipið ætti í erfiðleikum vegna óveðurs við Svíþjóðarströnd. Hann ætlaði að sigla í var í Kosterfjorden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert