Áfangasigur í málefnum samkynhneigðra í Ástralíu

Fjöldi fólks kom saman víðsvegar um Ástralíu og krafðist jafnréttis …
Fjöldi fólks kom saman víðsvegar um Ástralíu og krafðist jafnréttis samkynhneigðra Reuters

Samþykkt var á landsfundi Verkamannaflokksins í Ástralíu í dag að stuðla eigi að því að sambönd samkynhneigðra verði viðurkennd í landinu öllu en ekki var samþykkt tillaga um að heimila beri hjónabönd samkynhneigðra. Vill flokkurinn að lögum verði breytt og samkynhneigðir geti staðfest sambúð sína. Verkamannaflokkurinn er við völd í Ástralíu.

Flutningsmaður tillögunnar, Anthony Albanese , segir að þrátt fyrir að ekki hafi náðst samkomulag um að heimila hjónabönd samkynhneigðra hafi náðst áfangasigur í málefnum samkynhneigðra í Ástalíu. Hann segir að ýmislegt hafi breyst frá því hann bar hugmyndina fyrst upp árið 1997.Forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, sagði fyrr í vikunni að hann virti það að auka réttindi samkynhneigðra para en hann myndi ekki breyta ákvörðun Verkamannaflokksins um að styðja ekki hjónabönd samkynhneigðra. 

Ríkisstjórn Rudd hefur látið vinna drög að frumvarpi þar sem fjarlægt er úr lögum landsins að mismuna fólki fyrir kynhneigð sína en slíka mismunun er að finna í meira eitt hundrað lagagreinum í Ástralíu. 

Þúsundir komu saman víða um Ástralíu í morgun og kröfðust þess að Verkamannaflokkurinn myndi samþykkja það að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun styðja um 60% áströlsku þjóðarinnar að heimila eigi hjónabönd samkynhneigðra. Í maí sendi hagstofa landsins frá sér tilkynningu að pör af sama kyni sem staðfestu sambúð sína fengju það skráð í gögn hagstofunnar. 

Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert