Tveir létust í árás á samkomustað samkynhneigðra

Sjúkraliðar huga að særðum eftir árásina í Tel Aviv í …
Sjúkraliðar huga að særðum eftir árásina í Tel Aviv í kvöld Reuters

Grímuklæddur maður hóf skothríð fyrir utan samkomustað samkynhneigðra í miðborg Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Að minnsta kosti tveir eru látnir, kona og karl, og tíu eru slasaðir, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði borgarinnar.

Byssumaðurinn, sem var svartklæddur, hóf skothríð að hópi ungra lesbía og homma við innganginn á klúbbnum. Eftir að hafa skotið á hópinn forðaði hann sér á hlaupum. Hann reyndi síðan að ráðast til atlögu á öðrum stað í nágrenninu þar sem sem samkynhneigðir koma saman en var stöðvaður af öryggisvörðum. Hans er hins vegar enn leitað og segir lögregla að rannsókn málsins sé enn á frumstigi. Hefur lögregla fyrirskipað að öllum börum samkynhneigðra skuli lokað í öryggisskyni og bað fólk um að vera vel á verði.

Lögregla segist ekki vita ástæðu árásarinnar en samtök samkynhneigðra í borginni telja að árásarmaðurinn sé öfgafullur andstæðingur samkynhneigðra.

Frá árásarstaðnum í Tel Aviv
Frá árásarstaðnum í Tel Aviv Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert