Mesta atvinnuleysi í 14 ár

Rúmlega 435 þúsund Írar eru nú án atvinnu.
Rúmlega 435 þúsund Írar eru nú án atvinnu.

Atvinnuleysi á Írlandi mældist 12,2% í júlí og hefur ekki mælst meira atvinnuleysi í landinu í 14 ár, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun Írlands. Atvinnuleysið mældist 11,9% í júní.

Tæplega 436 þúsund manns eru nú án atvinnu á Írlandi og bættust rúmlega 17 þúsund manns á atvinnuleysisskrá í júlí.

Vinnumálastofnun Írlands bendir á að inni í tölum um atvinnuleysi eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum og njóta því bótaréttar í samræmi við starfshlutfall.

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands telur að enn eigi eftir að síga á ógæfuhliðina í þessum efnum og að atvinnuleysi verði komið í 15,0% til 15,5% í lok þessa árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert