Ungabarn fannst í runna

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett. Reuters

Vikugamalt ungabarn fannst yfirgefið í runna á skólalóð á Vestur-Jótlandi skömmu eftir miðnætti. Um er að ræða dreng sem nokkurn börn að leik fundu fyrir tilviljun. Drengurinn var vafinn inn í handklæði þegar hann fannst. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken. 

Þar kemur einnig fram að engar vísbendingar hafa fundist um hver kom barninu fyrir á skólalóðinni, né hvers vegna. Ekki er heldur vitað hversu lengi drengurinn hafði legið þar uns hann fannst. Hans hefur augljóslega verið gætt eftir fæðinguna, en hann var mjög kaldur þegar hann fannst. Hann var ljós yfirlitum og vó 3.340 grömm.

Farið var með ungabarnið á sjúkrahúsið í Herning. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Holsterbro virðist allt benda til þess að barnið hafi fæðst í heimahúsi þar sem ekki hafði verið gengið frá naflastrengnum með sambærilegum hætti og gert er á spítölum eftir fæðingu. 

„Barnið var ekki í neinni lífshættu. Drengurinn var bæði heilbrigður og nýþveginn,“ er haft eftir lögregluvarðstjóra hjá lögreglunni í Mið- og Vestur-Jótlandi. Lögreglan vonar nú að móðirin gefi sig fram. 

„Af fenginni reynslu vitum við að það getur hins vegar tekið tíma sinn. Móðirin er sennilega í erfiðri stöðu síðan hún skildi barnið sitt eftir,“ segir lögregluvarðstjórinn. Gefi hvorki móðir né faðir barnsins sig fram mun málið koma til kasta félagsmálayfirvalda sem sjá munu um að koma barninu í fóstur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hreinsa þakrennur, ryðbletta þök o.fl
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...