Henda mat fyrir 127.000 krónur

Bretar henda mat fyrir háar upphæðir á ári hverju.
Bretar henda mat fyrir háar upphæðir á ári hverju.

Bresk stjórnvöld áætla að meðalheimili hendi árlega mat fyrir sem svarar um 127.000 krónur. Að sama skapi hendir meðalparið mat fyrir rúmlega 87.000 krónur á ári. Samanlagt gera þetta 6,5 milljón tonn af rusli á ári.

Til að sporna gegn sóuninni leggja stjórnvöld til að verslanir auglýsi vörur frekar á hálfvirði en að bjóða eitt eintak frítt gegn því að annað sé keypt.   

Þá er lagt til að vörur verði seldar í fleiri stærðum en nú, á sama tíma og stjórnvöld stefna að því að lágmarka umbúðanotkun eins og kostur er fyrir árið 2020.

Enn fremur leggja fulltrúar stjórnarinnar til að merkt verði með greinilegri hætti hvenær matvörur renni út á síðasta söludag, að því er fram kemur á vef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert