Suu Kyi sakfelld

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma og friðarverðlaunahafi Nóbels, Aung San Suu Kyi, var dæmd í þriggja ára fangelsi og erfiðisvinnu af dómstólum í Búrma í morgun. Herforingjastjórnin mildaði hinsvegar dóminn í 18 mánaða stofufangelsi að sögn embættismanns.

Dómstólinn sakfelldi hana fyrir að hafa brotið skilmála stofufangelsis eftir að bandarískur maður, John Yettaw, synti að húsi hennar í maí. Innanríkisráðherrann Maung Oo, sagði utan við dómshúsið að herforingjastjórinn Than Shwe hefði skrifað undir fyrirskipun til að ógilda dóminn. Hann hefði fyrirskipað 18 mánaða stofufangelsi í staðinn.

Stuðningsmenn Suu Kyi segja herforingjastjórnina vilja aftra Suu Kyi frá því að taka þátt í kosningum sem haldnar verða á næsta ári.

Mál sundmannsins, John Yettaw, var einnig tekið fyrir í morgun og var hann dæmdur í sjö ára fangelsi og erfiðisvinnu. Hann fékk þriggja ára dóm fyrir að brjóta öryggislög, þrjú fyrir brot á landvistarlögum og eitt fyrir að synda ólöglega.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert