Aukinn stuðningur við þjóðernissinna í Svíþjóð

Bátar við höfnina í Stokkhólmi.
Bátar við höfnina í Stokkhólmi. Reuters

Stuðningur við hægri flokkinn Sverigedemokraterna, flokks þjóðernissinna, hefur aldrei mælst meiri í Svíþjóð en nú. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun.

Niðurstöðurnar eru birtar í Aftonbladet og þar kemur fram að flokkurinn njóti 5,6% stuðnings ef kosið yrði í dag. Þetta er 1,5 prósentustiga aukning frá því í fyrra, þegar svipuð könnun var gerð.

Svíar ganga til kosninga á næsta ári og ef þetta verður raunin þá yrði það í fyrsta sinn sem flokkurinn næði manni á þing.

Skv. sænskum kosningalögum geta stjórnamálaflokkar aðeins náð manni á þing fái flokkurinn a.m.k. 4% atkvæðanna á landsvísu. Eða ef flokkurinn fær 12% atkvæða eða meira í ákveðnum kjördæmum.

Svo virðist sem að hinn hægri- og þjóðernissinnaði flokkur taki atkvæði frá Sjóræningjaflokknum.

Sverigedemokraterna fékk 2,9% atkvæða í þingkosningunum árið 2006.

Flokkurinn var stofnaður árið 1988 og það er stefna flokksins að gera Svíþjóð að einsleitu samfélagi með því að draga stórlega úr fjölda innflytjenda í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert