Neita orðrómi um farm Arctic Sea

Arctic Sea
Arctic Sea

Finnsk stjórnvöld höfnuðu alfarið í dag orðrómi um að flutningaskipið Arctic Sea væri með kjarnorku um borð. Yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Finnlands segir að mælingar hafi verið gerðar á skipinu áður en það lét úr finnskri höfn og sagði fréttir breskra og finnskra fjölmiðla um að skipið hafi flutt kjarnorkufarm leynilega, heimskulegar.

Alþjóðleg leit stendur yfir af skipinu sem hvarf á Ermarsundi fyrir tveimur vikum síðan. Hafa Rússar og Atlantshafsbandalagið nú bæst í þann hóp. Á föstudag bárust fregnir af því að sést hafði til skipsins við Grænhöfðaeyjar í Afríku.

Í gær var greint frá því að finnskir eigendur Arctic Sea hafi  fengið kröfu um lausnargjald fyrir skipið.

„Jú, það er rétt að það hefur komið fram krafa um lausnargjald og kröfunni hefur verið beint til fyrirtækisins, sem á skipið, Solhart Management í Finnlandi," sagði Jan Nyholm, yfirlögregluþjónn í Finnlandi við AFP í gær.

Í Þýskalandsútgáfu Financial Times kemur fram að krafist sé 1,5 milljón dala í lausnargjald.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert