Bankaræningjar handteknir

Frá Árósum.
Frá Árósum.

Lögregla í Árósum í Danmörku hefur nú handtekið þrjá menn, sem rændu útibú Noredabankans í norðurhluta borgarinnar í morgun. Til skotbardaga kom og drapst lögregluhundur þegar skot lenti í honum.

Ræningjarnir réðust inn í banka við Randersvej. Mennirnir, sem voru vopnaðir skammbysssum, lögðu síðan á flótta á bíl en hlupu síðan út úr bílnum og lögregla sendi hunda á eftir þeim. Þá skutu ræningjarnir á í átt að lögreglunni með þeim afleiðingum að lögregluhundur varð fyrir skoti og drapst. Lögreglan svaraði skothríðinni. 

Einn mannanna þriggja fannst skömmu síðar og var handtekinn en mikil leit fór fram að hinum tveimur. Var stóru svæði lokað og notaði lögreglan m.a. þyrlur. Annar maður fannst síðan þar sem hann hafði falið sig í brenninetlubreiðu og sá þriðji var handtekinn á 12. tímanum.

Að sögn danskra fjölmiðla er talið að ræningjarnir séu frá Litháen.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert