Klerkar kvarta yfir kvenráðherrum

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad.

Íranskir klerkar eru ekki hrifnir af því, að Mahmoud Ahmadinejad, forseti landsins, skuli tilnefna þjár konur í ríkisstjórn sína. Þing landsins þarf að staðfesta tilnefningarnar. 

Blaðið Emrouz hefur í dag eftir Mohammad Taghi Rahbar, leiðtoga klerkahópsins á þingi Írans, að þótt það sé ný hugmynd að tilnefna konur í ráðherraembætti leiki trúarlegur efi á því hvort þær séu hæfar til að stjórna. Þetta eigi ríkisstjórnin að hafa í huga.

Rahbar segir að klerkahópurinn muni þó leita álits Ali Khameneis, erkiklerks, á málinu, áður en formleg afstaða verður tekin.

Ahmadinejad tilnefndi Sousan Keshvaraz, Marzieh Vahid Dastjerdi og Fatemeh Ajorlou í embætti ráðherra menntamála, heilbrigðismála og velferðarmála.  Alls er 21 á ráðherralista forsetans.

Ellefu nýir ráðherrar eru á lista forsetans. Í gær kom í ljós, að varnarmálaráðherraefnið er eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol vegna aðildar að hryðjuverkaárás á gyðinga í Argentínu árið 1984.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert