Segir Norðmenn hata gyðinga

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi flokksins Yisrael Beitenu, er …
Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi flokksins Yisrael Beitenu, er afar umdeildur stjórnmálamaður og hann er oft sakaður um lýðskrum. Reuters

Utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, fór hörðum orðum um Norðmenn í ræðu til stúdenta í Ariel-háskólamiðstöðinni nýlega, að sögn Aftenposten.  Norðmenn minntust þess fyrir skömmu að 150 ár voru frá fæðingu Knut Hamsuns og sagði ráðherrann þetta sýna að þeir væru gyðingahatarar.

 ,,Ég varð hissa þegar Norðmenn ákváðu að halda hátíðlega 150 ára ártíð Knut Hamsun, manns sem dáði nasista," sagði Lieberman. ,,Bókmenntaverðlaunin sem hann hlaut 1943 gaf hann Josef Goebbels og í minningargrein um Hitler hrósaði hann honum fyrir að hafa verið stríðsmaður fyrir mannkynið."

 Hamsun hefur lengi verið talinn einn af mestu rithöfundum seinni tíma í Evrópu og hlaut hann Nóbelsverðlaun árið 1920. Hann var ávallt mikill stuðningsmaður Þýskalands. Hamsun tók afstöðu með þeim í seinni heimsstyrjöld og varði innrás Hitlers í Noreg 1940.

 Eftir stríð var réttað yfir Hamsun háöldruðum í Noregi sem föðurlandssvikara en læknar úrskurðuðu hann geðsjúkan og var hann á geðsjúkrahúsi um hríð. Hann skrifaði verkið Grónar götur eftir sjúkrahúsvistina og þykir hún með merkari bókum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert