Friðarviðræður á ný?

Barack Obama (t.h.) á fundi með Ben Bernanke seðlabankastjóra sem …
Barack Obama (t.h.) á fundi með Ben Bernanke seðlabankastjóra sem var endurráðinn í dag. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseta er að takast að ýta friðarviðræðum í Miðausturlöndum af stað á ný við lok septembermánaðar, að sögn vefsíðu breska blaðsins Guardian í kvöld. Muni Ísraelar m.a. stöðva að miklu leyti uppbyggingu á svæðum landtökumanna á Vesturbakkanum.

En Vesturveldin muni í staðinn fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja svo harkalegar refsiaðgerðir gegn Írönum að þeir neyðist til að hætta tilraunum til að smíða kjarnorkuvopn. Ísraelar álíta að ríkinu stafi mikil ógn af tilraunum Írana.

Sagt er að gengið verði frá smáatriðum í samkomulaginu á fundum í London á morgun, miðvikudag en þar hyggst forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, ræða við sendimann Obamas, George Mitchell. Forsætisráðherrann átti í dag fund með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Downingstræti 10.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert